miðvikudagur, desember 22, 2004

Jæja þá er maður loksins komin heim í fjörðin fagra. Rósa litla kærastan mín tók vel á móti mér og sleikti alvega út úr þegar hún sá mig og stökk svo og sleikti á mér eyrun. Elska þennan kött. Eg og Erla erum búinn að vera á fullu síðan við komum heim. Við erum búinn að baka 2 tegundir af smákökum, taka til fyrir múttu, detta í það og kaupa skötu sem er algjört lostæti, nammi namm. Siggi kom líka heim úr danaveldi . Við bræðurnir erum búnir að reykja ófáar fyrir framan sjónvarpið..
http://www.ismennt.is/not/jonasg/eskifjordur/25586esk02.jpg">

þriðjudagur, október 12, 2004

ÁRIÐANDI TILKYNNING. ÉG ER HÉR MEÐ FLUTTUR AF ÞESSARI BLESSAÐRI SÍÐU OG FARIN YFIR Á http://www.valli78.blogdrive.com ENDILEGA BREYTIÐI LINKUNUM HJÁ YKKUR.

mánudagur, október 11, 2004

http://photos.heremy.com/valli78/48966329556s.jpg
" alt="Valli og Erla">

sunnudagur, október 10, 2004

Helgarpistill

Jæja haldiði ekki að maður hafi bara dottið í það á föstudaginn. Haffi,Kristján og Víðir kíktu í heimsókn og Haffi varð svo eftir og datt í það með mér Erlu og Einari. Var tekið "pöbbarölt á Laugarvatni og farið á vistina og enduðum svo á balli í menntaskólanum. Jamm maður kíkti á ball hjá ML. Það er ekki nema 10 ár síðan ég mátti fara á 16 ára ball. Maður dansaði eins og bjálæðingur enda búinn að vera í hörku danskennslu í skólanum.
Laugardagurinn fór svo allur í þynnku og hef ég aldrei verið svona þunnur áður. Það er allavega langt síðan. Eyddi meirihlutanum af deginum í Sims2 sem er algjör snilld.
Í dag er svo sunnudagur og tengdó að koma í mat. Búið að taka alla íbúðina gjörsamlega í gegn. Búinn að vera að síðan klukkan 9 í m0rgun....."right"...

mánudagur, október 04, 2004

Framhjáhaldari

Allt frá því þú snertir varir mínar hef ég verið sjúklega hrifin af þér og viljað njóta þín allt að þrisvar á dag. En um helgina brást ég trausti þinu. Beint fyrir framan þig. Ég lét eins og þú værir ekki til en ef það er einhver vorkun að þá hugsaði ég um þig allan tíman og minningarnar streymdu í gegnum huga minn. Hvað hafði ég eiginlega gert!!! Að fara á Nonnabita í stað Hlöllabáta er eitthvað sem ég á seint eftir að fyrirgefa mér
Sko það er ekki að ástæðulausu sem bloggið mitt heiti þetta. Þannig er mál með vexti að ég kann ekki neitt á bogspot. En mér finnst samt blogspot vera aðal blogvefurinn. Ég nenni ekki að fara yfir á aðra vefi strax. Ég er ekki alveg búinn að skera upp öndin ennþá. Núna hef ég árangurslaust reynt að koma mynd af ykkar heitelskaða á síðuna hjá mér en ekkert tekist. Ég veit ekki af hverju. Mér var kannski bara ekki ætlað að vera á Alheimsvefnum.
Fórum til Rvk og vorum þar um helgina. Hér kemur ferðasagan

Bíll bilar, bíll dregin. Spóla tekin, nammi borðað, vaknað bilaður bíll skoðaður , bíll seldur, kringlan, laugavegur kolaportið, grillhúsið,NONNABITAR, smáralind, bíó, meira nammi , Dogleball. Kill Bill 2, og margt margt fleira. Nenni ekki að fara út í smáatriðin núna
Veriði svo dugleg að skrifa á chattboardið.

föstudagur, október 01, 2004

Dansi dansi dúkkan mín.....

Ég bara er orðlaus. Eftir að hafa glápt á þetta HTML skjal ( held að það heiti það) á blogginu mínu í sirka viku og ekkert skilið hef ég loksins tekist að fatta hvernig ég breyti um umhverfti á síðunni minni. Þetta var nú ekki eins flókið og ég helt. Aðallega bara copy og paste. Gallinn var bara sá að maður þurfi að vita hvað maður ætti að copy og pasta og hvar maður ætti að setja þetta og mér tókst það það á einhvern ótrúlegan hátt
Ég fór í danskennslu í dag. Ég taldi mig nú fyrir þennan tíma vera ágætis dansara enda horft á Grease og Dirty dancing einum of oft (ekki spyrja mig af hverju) .það tók ekki nema 2 mínutur að afsanna þessa kenningu fyrir mér. Ég dansaði nánast látlaust við minn dansfélaga hana Ágústu sem á einhvern ótrúlegan hátt slapp ómeidd frá þessum harmleik. Eftir hvern barnadansin á eftir öðrum fóru danshæfileikar mínir nær ruslinu og enduðu svo lengst niðri á botni. Það var sérstaklega einn dans sem fór alveg með mig og hann heitir MALLEBROK hérna kemur hann

Leiðast með hægri höndum saman og vinstri höndum saman í kross. Snúa í dansátt, dama á hægri hlið herra. Byrja í 3. posision á ytra fæti (herra vinstri, dama hægri)

Hællin fram. Tá til baka, skiptispor(herra vinstri,hægri vinstri. Dama öfugt)
Eins með innra fæti
Ganga rólega 3 spor (herra vinstri. Hægri vinstri . dama öfugt) og snúa hálfhring
Ganga rólega 3 spor á móti dansátt (herra hægri,vinstri,hægri. Dama öfugt) ¼
4 x polkaspor á móti hvort öðru.


Ágústa er heppin að ég hafi ekki fótbrotið hana í þessum látum

....svo er ég með helvítis Óli... Óli... Óli... skanns á heilanum.

Valli í nýjum búningi

jæja eftir mikið vesen er ég loksins kominn í nýjan búning á alheimsvefnum endilega tjáið ykkur um nýja útlitið

miðvikudagur, september 29, 2004


Ómyndalegi maðurinn

Sko ég er ekki að segja að ég sé fallegur maður langt frá því. Það mega aðrir spegúlera um fegurð mína en þannig er mál með vexti að ég er bloggari, kannski ekki góður en blogga þó reglulega og þar af leiðandi þekki ég marga bloggara. Samt eiginlega bara allt vinir mínir sem ég hef kynnst í gegnum tíðina en margir þeirra eru með bloggsíðu. Á flestum bloggsíðum er svo alltaf svona myndasafn, yfirleitt af djamminu eða vinum og vandamönnum. Ég er reyndar ekki með myndasíðu því ég á ekki myndavél og kann ekki einu sinni að setja inn myndir á bloggið mitt en nóg um það Núna hef ég verið dálítið duglegur að lesa þessi blessuðu blogg þeirra og komist að einni dapurlegri staðreynd. ÞAÐ ER ENGIN AF ÞEIM MEÐ MYND AF MÉR. ÞAÐ ERU EKKI TIL NEINAR MYNDIR AF MÉR Á ALHEIMSVEFNUM. Hvað ef einhver umboðsmaður fyrirsæta í Mongólíu myndi nú uppgötva mig á djamminu á Gauknum.

Jæja ég er farinn að dáðst að mér í speglinum

Echarus kveður í bili